Íslenska landsliðskonan í knattspyrnu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, var í dag tilkynnt sem leikmaður Inter Mílanó á Ítalíu.
Hún er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem gengur til liðs við Inter en markmaðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir skrifaði einnig undir á dögunum. Samningur Karólínu gildir til ársins 2028.
https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/07/01/cecilia_dyrasti_markmadur_i_sogunni/
Karólína er 23 ára gömul og kemur til liðsins frá Bayern Munchen í Þýskalandi en hún var síðustu tvö ár á láni hjá Bayer Leverkusen.
Hún er uppalin í FH en kom til Breiðabliks árið 2018 og vann tvo Íslandsmeistaratitla með liðinu, 2018 og 2020 og varð bikarmeistari með liðinu árið 2018.
Hún er lykilleikmaður í íslenska landsliðinu sem mætir Finnlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Sviss klukkan 16 í dag.
Karólína og Cecilía gætu mætt Val í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í lok ágúst en liðin eru saman í riðli og gætu leikið til úrslita um annaðhvort fyrsta eða þriðja sæti riðilsins.