Karólína tilkynnt hjá Inter

Karólína Lea.
Karólína Lea. Ljósmynd/Inter Milano

Íslenska landsliðskon­an í knatt­spyrnu, Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, var í dag til­kynnt sem leikmaður In­ter Mílanó á Ítal­íu. 

Hún er ann­ar leikmaður ís­lenska landsliðsins sem geng­ur til liðs við In­ter en markmaður­inn Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir skrifaði einnig und­ir á dög­un­um. Samn­ing­ur Karólínu gild­ir til árs­ins 2028.

htt­ps://​www.mbl.is/​sport/​efsta­deild/​2025/​07/​01/​cecilia_­dyr­ast­i_­mark­madur_i_­sog­unni/

Karólína er 23 ára göm­ul og kem­ur til liðsins frá Bayern Munchen í Þýskalandi en hún var síðustu tvö ár á láni hjá Bayer Le­verku­sen.

Hún er upp­al­in í FH en kom til Breiðabliks árið 2018 og vann tvo Íslands­meist­ara­titla með liðinu, 2018 og 2020 og varð bikar­meist­ari með liðinu árið 2018. 

Hún er lyk­il­leikmaður í ís­lenska landsliðinu sem mæt­ir Finn­landi í fyrsta leik liðsins á EM í Sviss klukk­an 16 í dag.

Karólína og Cecil­ía gætu mætt Val í fyrstu um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar í lok ág­úst en liðin eru sam­an í riðli og gætu leikið til úr­slita um annaðhvort fyrsta eða þriðja sæti riðils­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert