Mér þykir þetta leitt mamma og pabbi

Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins.
Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins. AFP

„Ég trúði ekki í eina sek­úndu að við vær­um að detta út í kvöld,“ sagði Leah William­son, fyr­irliði enska landsliðsins, eft­ir 2:1 sig­ur­inn gegn Spáni í fjórðungs­úr­slit­um Evr­ópu­móts­ins í Bright­on í gær­kvöldi.

„Við virðum spænska landsliðið af­skap­lega mikið. Ég sagði það fyr­ir leik að þær eru best­ar í heimi í því sem þær gera, hvernig þær hreyfa bolt­ann en við þekkj­um okk­ar styrk­leika. Við viss­um hvernig við átt­um að sækja á þær og vörðumst vel. Ég er mjög stolt af stelp­un­um.“

Enska landsliðið lenti 0:1 und­ir á 54. mín­útu en jafnaði und­ir lok­in og skoraði svo sig­ur­mark í fram­leng­ing­unni.

„Markið hjá þeim var eitt af þess­um til­vik­um þar sem við misst­um ein­beit­ing­una. En við sner­um því við og þess vegna er ég stolt af liðinu, maður vill vinna sann­fær­andi en það sem við sýnd­um er að við get­um yfir­komið hindr­and­ir sem við höfðum ekki áður fengið á mót­inu. 

Við trú­um á okk­ur sjálf­ar, við miss­um okk­ur þó ekki í gleðinni. Við hugs­um bara um næsta leik en ég trúði ekki í eina sek­úndu að við mynd­um detta út í kvöld.“ 

Vegna fram­leng­ing­ar­inn­ar lauk leikn­um þegar klukk­una vantaði ör­fá­ar mín­út­ur í ell­efu á bresk­um tíma. Það var leikið á miðviku­degi og því vinna hjá flest­um Eng­lend­ing­um dag­inn eft­ir.

Fyr­irliðinn var spurður að því á létt­um nót­um hvað hún vildi segja við móður sína eft­ir leik­inn. 

„Mér þykir þetta leitt að lengja dvöl­ina ykk­ar á vell­in­um mamma og pabbi með fram­leng­ing­unni þar sem þið eruð að vinna á morg­un. Ég bið í raun og veru alla þjóðina af­sök­un­ar en von­andi eruð þið öll eins kát og ég,“ sagði William­son, létt á því, að lok­um í sam­tali við BBC eft­ir leik­inn í gær. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin