Þýskaland í undanúrslitin

Lina Magull fagnar eftir að hafa komið Þýskalandi yfir í …
Lina Magull fagnar eftir að hafa komið Þýskalandi yfir í kvöld. AFP/Justin Tallis

Þýska­land er komið í undanúr­slit Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur á Aust­ur­ríki, 2:0, á Brent­ford-leik­vang­in­um í London í kvöld.

Þýska liðið mæt­ir Frakklandi eða Hollandi í undanúr­slit­um en þau lið eig­ast við á laug­ar­dags­kvöldið. 

Lina Magull kom Þýskalandi yfir á 26. mín­útu eft­ir send­ingu frá Klöru Bühl og staðan var 1:0 í hálfleik.

Upp­haf­smín­út­ur síðari hálfleiks voru líf­leg­ar en Þýska­land átti stang­ar­skot eft­ir 17 sek­únd­ur og Aust­ur­ríki slá­ar­skot skömmu síðar. Þær aust­ur­rísku voru áfram hættu­leg­ar og áttu skot í stöng á 57. mín­útu.

Spenn­an varði fram á loka­mín­út­ur en þegar rúm­lega 89 mín­út­ur voru liðnar skoraði Al­ex­andra Popp og kom Þjóðverj­um í 2:0. Þar með voru úr­slit­in ráðin.

Þýski framherjinn Svenja Huth skýtur að marki Austurríkis í kvöld …
Þýski fram­herj­inn Svenja Huth skýt­ur að marki Aust­ur­rík­is í kvöld en Laura Za­drazil og Verena Hans­haw eru til varn­ar. AFP/​Just­in Tall­is
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin