Þýskaland í undanúrslitin

Lina Magull fagnar eftir að hafa komið Þýskalandi yfir í …
Lina Magull fagnar eftir að hafa komið Þýskalandi yfir í kvöld. AFP/Justin Tallis

Þýskaland er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Austurríki, 2:0, á Brentford-leikvanginum í London í kvöld.

Þýska liðið mætir Frakklandi eða Hollandi í undanúrslitum en þau lið eigast við á laugardagskvöldið. 

Lina Magull kom Þýskalandi yfir á 26. mínútu eftir sendingu frá Klöru Bühl og staðan var 1:0 í hálfleik.

Upphafsmínútur síðari hálfleiks voru líflegar en Þýskaland átti stangarskot eftir 17 sekúndur og Austurríki sláarskot skömmu síðar. Þær austurrísku voru áfram hættulegar og áttu skot í stöng á 57. mínútu.

Spennan varði fram á lokamínútur en þegar rúmlega 89 mínútur voru liðnar skoraði Alexandra Popp og kom Þjóðverjum í 2:0. Þar með voru úrslitin ráðin.

Þýski framherjinn Svenja Huth skýtur að marki Austurríkis í kvöld …
Þýski framherjinn Svenja Huth skýtur að marki Austurríkis í kvöld en Laura Zadrazil og Verena Hanshaw eru til varnar. AFP/Justin Tallis
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin