Ótrúlegt mark Alexiu Russo og viðbrögð

Alessia Russo að fagna marki sínu.
Alessia Russo að fagna marki sínu. AFP/Justin Tallis

„England er í fullkomnari stöðu til að landa bikarnum" og orðagrín um hæl er það helsta í enskum fjölmiðlum eftir stórkostlegan leik Englands í undanúrslitum EM kvenna í gærkvöld.

England og Svíþjóð mættust í leik sem var fyrir fram var haldið myndi vera hörkuleikur og fáir hefðu spáð um úrslitin sem urðu en England vann leikinn 4:0.

Mörk leiksins skoruðu Beth Mead, Lucy Bronze, Alessia Russo og Fran Kirby. Markið sem er á allra vörum er mark varamannsins Alessiu Russo en hún skoraði sitt fjórða mark á mótinu og hún hefur skorað þau öll eftir að hafa komið af bekknum. Þetta ótrúlega mark sem hún skoraði með hælnum, án þess að líta fyrir aftan sig og í gegnum klof Hedvig Lindahl í markinu má sjá hér fyrir neðan.

Enskir fjölmiðlar hafa óspart notað hælinn sem orðagrín í fyrirsögnum eins og „All heel the queen Alessia Russo.." og "himnaríki og hæll" en Russo sagði sjálf um markið: „Ég var ekki ánægð að ég klúðraði stoðsendingunni frá Lauren Hemp svo ég hugsaði „ég verð að gera eitthvað í þessu“ og svo heppilega varð til að hann kom aftur til mín og ég hugsaði að þetta væri fljótasta leiðin í markið svo ég bara skaut og vonaði það besta,“ sagði Russo í viðtali við blaðamann UEFA eftir leikinn.

Næsti leikur Englands er gegn annaðhvort Frakklandi eða Þýskalandi í úrslitaleik EM á sunnudaginn.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin