Einvígi Mead og Popp

Beth Mead jafnaði markamet Inku Grings þegar hún skoraði fyrir …
Beth Mead jafnaði markamet Inku Grings þegar hún skoraði fyrir England gegn Svíþjóð í undanúrslitum EM. AFP/Lindsey Parnaby

Þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik EM kvenna á Wembley í dag, heyja líka leikmenn úr báðum liðum einvígi um markadrottningartitil Evrópumótsins.

Enski kantmaðurinn Beth Mead og þýski framherjinn Alexandra Popp hafa báðar skorað sex mörk á Evrópumótinu. Í undanúrslitunum jöfnuðu þær báðar met Inku Grings, sem skoraði sex mörk fyrir Þýskaland í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009.

Alessia Russo, sem hefur komið inn á sem varamaður í öllum leikjum Englands, er þriðja markahæst á mótinu með þrjú mörk en það er frekar langsótt að henni takist að standa uppi sem markadrottning EM.

Alexandra Popp jafnaði markamet Ingu Grings og Beth Mead þegar …
Alexandra Popp jafnaði markamet Ingu Grings og Beth Mead þegar hún skoraði fyrir Þjóðverja gegn Frökkum í undanúrslitum EM. AFP/Franck Fife
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin