Hljómar vel en er svolítið sárt

Martina Voss-Tecklenburg klappar fyrir enska liðinu eftir leikinn í gær.
Martina Voss-Tecklenburg klappar fyrir enska liðinu eftir leikinn í gær. AFP

„Við skul­um gera greinamun á fót­bolta og til­finn­ing­um,“ sagði Mart­ina Voss-Tecklen­burg, þjálf­ari þýska landsliðsins, eft­ir 1:2 tap gegn Englandi í úr­slita­leik Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu á Wembley í gær. 

„Fót­bolta­lega séð fannst mér Eng­lend­ing­arn­ir vera betri í fyrri hálfleik, þær settu pressu á okk­ur og fengu góðar auka­spyrn­ur. Okk­ur vantaði hug­rekki. 

Við náðum nokkr­um sókn­um sem var fínt. Ég hugsa til at­vikis­ins sem gerðist þegar staðan var 0:0. Þá var aug­ljós hendi á Eng­lend­ing inn í víta­teig þeirra en dóm­ar­inn kíkti ekki á VAR-sjána. Það særði ör­lítið. 

Við vild­um spila af hug­rekki til að skora fyrsta markið og spila með hárri pressu. En þegar við vor­um meira með bolt­ann feng­um við á okk­ur markið, í fram­leng­ing­unni var sig­ur­markið bara óheppni. Kannski hefði vítið breytt leikn­um ef við hefðum fengið það.“

Svekkt Voss-Tecklen­burg hrósaði enska liðinu og seg­ir að það sé verðskuldaður meist­ari:

„Eng­lend­ing­ar eru verðskuldaðir meist­ar­ar. Þær vinna af hörku og horfið á stuðning­inn sem þær fengu. Ef þú skor­ar tvö mörk gegn Þýskalandi þá áttu skilið að vinna. Til ham­ingju Eng­land. 

Ég er mjög stolt af mínu liði og stuðnings­mönn­um okk­ar sem voru mjög há­vær­ir. Þetta mun hjálpa okk­ur í framtíðinni. Við lögðum allt í söl­urn­ar á vell­in­um en það gekk ekki upp. Þetta er mjög sorg­legt, ég get ekki fundið réttu orðin til að segja liðinu. Við kom­um hingað til að vinna leik­inn en það gekk ekki upp, kannski breyt­ist til­inn­ing­in á morg­un.

Annað sæti hljóm­ar nokkuð vel en það er svo­lítið sárt. Aðeins eitt lið gat unnið í dag, kannski þurf­um við meiri tíma til að melta það,“ sagði Voss-Tecklen­burg að lok­um í sam­tali við skysports.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin