Fyrstur í bann fyrir gul spjöld

Rodri fagnar sigrinum í kvöld.
Rodri fagnar sigrinum í kvöld. AFP/Patrícia de Melo Moreira

Rodri, miðjumaður Spánar, getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Albaníu í lokaumferð B-riðils á Evrópumótinu í knattspyrnu á mánudag þar sem hann er kominn í leikbann.

Rodri fékk sitt annað gula spjald í jafnmörgum leikjum í 1:0-sigri á Ítalíu í kvöld og tekur þar með út leikbann í lokaumferðinni.

Er hann fyrsti leikmaðurinn á EM 2024 sem fer í leikbann vegna gulra spjalda en áður hafði Ryan Porteous, miðvörður Skotlands, fengið tveggja leikja bann fyrir beint rautt spjald í upphafsleik keppninnar gegn Þýskalandi.

Leikbannið hjá Rodri kemur hins vegar á besta mögulega tíma þar sem Spánn er þegar búið að vinna B-riðilinn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin