Hjartnæm stund Schmeichel-feðga eftir Englandsleikinn

Kasper Schmeichel í leiknum í dag.
Kasper Schmeichel í leiknum í dag. AFP/Kirill Kudryavtsev

Peter Schmeichel, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Danmerkur, tók viðtal við son sinn Kasper, núverandi markvörð Danmerkur, fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina Fox Sports eftir leik Dana við Englendinga á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, þar sem Danmörk var ef eitthvað er sterkari aðilinn á heildina litið.

Að viðtalinu loknu gat Peter ekki annað en faðmað einkasoninn.

„Ég tek fjölda viðtala eftir leiki en þetta geri ég aldrei!“ sagði Peter áður en feðgarnir féllust í faðma.

Myndskeið af faðmlaginu má sjá hér:

Peter Schmeichel fyrir leikinn í dag.
Peter Schmeichel fyrir leikinn í dag. AFP/Kirill Kudryavtsev
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin