Lewandowski snýr aftur

Robert Lewandowski á æfingu í Berlín í dag.
Robert Lewandowski á æfingu í Berlín í dag. AFP/John MacDougall

Robert Lewandowski, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu pólska landsliðsins í knattspyrnu, er klár í slaginn og gæti byrjað mikilvægan leik liðsins gegn Austurríki í D-riðli Evrópumóts karla á morgun.

Lewandowski missti af fyrsta leik Póllands í riðlinum, 1:2-tapi fyrir Hollandi, eftir að hafa meiðst á læri í vináttuleik gegn Tyrklandi skömmu áður en Evrópumótið í Þýskalandi hófst.

The Guardian greinir hins vegar frá því að sóknarmaðurinn öflugi sé búinn að æfa með liðinu undanfarna daga og byrji að öllum líkindum í fremstu víglínu á morgun.

Leikur Póllands og Austurríkis hefst klukkan 16 á morgun og fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin