Mbappé fer í aðgerð

Kylian Mbappé á æfingu Frakka í gær með umbúðir um …
Kylian Mbappé á æfingu Frakka í gær með umbúðir um nefið. AFP/ Franck Fife

Kylian Mbappé þarf á aðgerð að halda vegna nefbrotsins sem hann varð fyrir í leik Frakklands og Austurríkis á EM í fótbolta á dögunum. Didier Deschamp, landsliðsþjálfari Frakka, segir þó að mögulega verði það ekki fyrr en eftir EM.

Frakkar óttuðust að stærsta stjarna liðsins tæki ekki frekari þátt á Evrópumótinu en vonir eru bundnar við að Mbappé geti keppt með grímu fyrir andlitinu. Deschamps segir þó að nýjustu tíðindi séu að Mbappé verði að fara í aðgerð til að lagfæra nefið en hann vonast til að það verði ekki á meðan Frakkar eru enn þáttakendur.

„Í dag líður honum betur, við sjáum til hvernig það þróast en við munum auðvitað fylgjast grannt með honum“.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin