Óskar Hrafn lét Southgate heyra það

Gareth Southgate, þjálfari Englands.
Gareth Southgate, þjálfari Englands. AFP/Javier Soriano

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sparkspekingur á RÚV, vandaði Gareth Southgate, þjálfara Englands, ekki kveðjurnar eftir að liðið gerði jafntefli gegn Danmörku, 1:1, á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í dag.

„Ef það eru einhverjir sem áttu að vinna þennan leik þá eru það klárlega Danir, þó það hefði ekki verið nema bara til þess að sparka í rassgatið á Gareth Southgate.

Hvað átti Southgate að gera? Farðu úr að ofan eða eitthvað! Sýndu að þú sért með lífsmarki. Hann er bara eins og einhver 100 ára gamall prófessor í einhverjum háskóla,“ sagði Óskar Hrafn.

Hann hélt áfram:

„Það er ekkert, það er engin ástríða, ekki neitt. Hvernig liðið hans spilar er eiginlega jafn leiðinlegt og hann lítur út fyrir að vera.

Það er eins og þeim leiðist öllum. Það er eins og einhver sé að pína þá til að vera þarna. Ég skil þetta bara ekki, ég næ þessu ekki.“

Þrumuræðu Óskars Hrafns má sjá í heild sinni hér:

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin