Serbar hóta að hætta keppni

Aleksandar Mitrovic í leik Serba og Englendinga.
Aleksandar Mitrovic í leik Serba og Englendinga. AFP/Ina Fassbender

Formaður serbneska knattspyrnusambandsins, Jovan Surbatovic, er æfur yfir móðgandi söngvum stuðningsmanna Króata og Albana í jafntefli þjóðanna á EM í gær. Sungið var um dráp á Serbum.

Surbatovic hefur óskað eftir því að UEFA refsi knattspyrnusamböndum Albana og Króata fyrir hegðun stuðningsmanna en eftir tæplega klukkustundarleik hófst söngurinn sem stuðningsmenn beggja liða tóku þátt í.

„Það sem gerðist er hneyksli og við munum fara fram á aðgerðir UEFA, það gæti þýtt að við spilum ekki fleiri leiki á EM. Við viljum ekki standa í þessu en ef UEFA refsar þeim ekki munum við íhuga næstu skref.“

Sjónvarpsmaðurinn Arlind Sadiku frá Kósovó hefur verið bannaður af leikjum Evrópumótsins eftir niðrandi merkjasendingar til stuðningsmanna Serba en saga fyrrum Júgóslavíuþjóða er blóði drifin.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin