Betra að lenda í þriðja sæti

Kasper Hjulmand og Alexander Bah eftir leik Danmerkur og Englands …
Kasper Hjulmand og Alexander Bah eftir leik Danmerkur og Englands í gær. AFP/ Angelos Tzortzinis

Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana í fótbolta, segir betra að lenda í þriðja sæti riðilsins en öðru sæti vegna fleiri hvíldardaga sem það myndi þýða. Danir þurfa stig gegn Serbum til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum.

Að auki sleppa Danir við að mæta Þjóðverjum lendi þeir í þriðja sæti en Danir þurfa stig gegn Serbum og treysta á sigur Englands gegn Slóvenum samtímis til að fara upp úr riðlinum. Verði það niðurstaðan enda Danir með þrjú stig og í öðru sæti á eftir Englandi.

„Það er enginn vafi á að við spilum til sigurs gegn Serbum,“ sagði Hjulmand við fjölmiðla eftir æfingu danska liðsins í morgun. „Ef ég fengi að ráða myndum við enda í þriðja sæti og fá fleiri hvíldardaga og sleppa við Þjóðverja.“

Vinni Danir Serba hafna þeir í öðru sæti og mæta Þjóðverjum í Dortmund þann 29. júní en spila fyrsta eða annan júlí verði þriðja sætið niðurstaðan. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin