„Erum bestir í heimi“

Luis de la Fuente ásamt Alvaro Morata í leiknum gegn …
Luis de la Fuente ásamt Alvaro Morata í leiknum gegn Ítölum. AFP/Gabriel Bouys

Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar í fótbolta, lýsti því yfir eftir sigurinn gegn ríkjandi Evrópumeisturum Ítala í gærkvöldi að Spánn ætti besta landslið heims.

„Ég er glaður og stoltur yfir frammistöðu okkar í sigrinum á Evrópumeisturunum, þessi frammistaða verður viðmið okkar í leikjunum sem fram undan eru. Ég hef sagt áður að ekkert lið sé betra en okkar þegar við erum auðmjúkir í okkar nálgun,“ sagði þjálfarinn eftir leik í gær.

„Ég þreytist ekki á að tala um landsliðsfótbolta, við erum bestir í heimi og við getum spilað margar útgáfur af leiknum. Þetta er frábær kynslóð og ég er stoltur af liðinu.“

Spánn er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og mætir Albaníu í síðasta leik riðilsins á mánudagskvöld.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin