Féll í yfirlið en kláraði leikinn

Andraz Sporar og Strahinja Pavlovic eigast við í leiknum í …
Andraz Sporar og Strahinja Pavlovic eigast við í leiknum í gær. AFP/Damien Meyer

Dragan Stojkovic, þjálfari karlaliðs Serbíu í knattspyrnu, hefur greint frá því að liðið hafi yfir Strahinja Pavlovic, varnarmann liðsins, í hálfleik þegar Serbía mætti Slóveníu í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í gær.

Þrátt fyrir það hafi Pavlovic, sem leikur með Red Bull Salzburg í Austurríki, klárað leikinn í hitanum í München í gær.

„Það leið yfir Pavlovic en við endurlífguðum hann. Það var í lagi með hann en hann var aðeins slappur.

Við hittum líka Slóvenana þegar við gengum til búningsklefa og þeir sögðu: „Það er svo heitt, það mun líða yfir okkur“,“ sagði Stojkovic á fréttamannafundi í Augsburg.

Erfitt að koma til baka

Þjálfarinn gaf einnig í skyn að tveir leikmenn Serbíu til viðbótar hafi fallið í yfirlið. Serbía jafnaði metin í 1:1 á síðasta augnabliki leiksins og á því enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit.

„Við megum vera stoltir af strákunum fyrir að hafa sýnt þennan baráttuvilja og karakter, sem er á háu stigi.

Ef við lítum til þess að leikurinn var spilaður klukkan þrjú [að staðartíma] og tveir eða þrír leikmenn féllu í yfirlið í hálfleik þá er auðvelt að sjá hversu erfitt það var að koma til baka,“ bætti Stojkovic við.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin