Leikmaður biðst afsökunar á níðsöngvum eftir leik

Mirlind Daku í leiknum gegn Króatíu á miðvikudag.
Mirlind Daku í leiknum gegn Króatíu á miðvikudag. AFP/Odd Andersen

Mirlind Daku, sóknarmaður Albaníu, hefur beðist afsökunar á að hafa stýrt stuðningsmönnum liðsins í níðsöngvum eftir að Albanía tryggði sér dramatískt jafntefli gegn Króatíu á Evrópumótinu í knattspyrnu á miðvikudag.

Daku fékk afhent gjallarhorn í leikslok og er sagður hafa stýrt söngvum þar sem gert var lítið úr nágrannalandinu Norður-Makedóníu.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, rannsakar nú meinta óviðeigandi hegðun Daku. Knattspyrnusamband Norður-Makedóníu krafði hann þá um afsökunarbeiðni.

„Að biðjast afsökunar er karlmannlegt og ég finn fyrir siðferðislegri og faglegri þörf til þess að gera það vegna þeirra sem ég hef sært.

Eins og hjá öllum öðrum knattspyrnumönnum bera tilfinningarnar mann ofurliði, sem er aðeins hægt að skilja fyllilega þegar maður er á vellinum.

Það er erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að spila fyrir þetta landslið, fyrir þessa stuðningsmenn sem sýna okkur skilyrðislausa ást,“ skrifaði Daku á samfélagsmiðlum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin