Lunin kastað á bekkinn

Ruslan Malinovskyi hugheystir Andriy Lunin eftir leik Úkraínu og Rúmeníu.
Ruslan Malinovskyi hugheystir Andriy Lunin eftir leik Úkraínu og Rúmeníu. AFP/Tobias Schwarz

Serhiy Rebrov, þjálfari Úkraínu, hefur gert fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem mætir Slóvakíu klukkan 13.00 í dag frá afhroðinu gegn Rúmeníu á mánudaginn. Andryi Lunin, markvörður Real Madrid, er einn þeirra sem missir sæti sitt í liðinu.

Anatolii Trubin, markvörður Benfica, byrjar í marki Úkraínu en auk hans kemur reynsluboltinn Andryi Yarmolenko inn í liðið fyrir Viktor Tsygankov. Yukhym Konoplia og fyrirliðinn Taras Stepanenko tylla sér einnig á bekkinn fyrir Volodymyr Brazhko og Oleksandr Tymchyk.

Lunin átti sök á fyrsta marki Rúmena í tapinu á mánudag og Trubin fær tækifærið í dag hjá Rebrov. Leik Úkraínu og Slóvakíu verður gerð góð skil á mbl.is á þessari slóð.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin