Reyndi að sparka í andlit Ronaldo (myndskeið)

Cristiano Ronaldo hefur orðið fyrir töluverðu áreiti á EM.
Cristiano Ronaldo hefur orðið fyrir töluverðu áreiti á EM. AFP/Kenzo Tribouillard

Cristiano Ronaldo slapp með skrekkinn þegar æstur áhorfandi stökk úr stúkunni og reyndi að sparka í goðsögnina eftir leik Portúgals og Georgíu í gær.

Ronaldo var tekinn af velli á 65. mínútu í óvæntum 2:0-sigri Georgíu en Portúgal hafði fyrir leikinn tryggt sér sigur í riðlinum. 

Þegar Ronaldo gekk til búningsherbergja í leikslok stökk karlmaður úr stúkunni og reyndi að sparka í höfuð Portúgalans. Skjót viðbrögð gæslumanns, sem stöðvaði Ronaldo í sporunum, björguðu því að manninum tækist að meiða leikmanninn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin