Stóra táin sem felldi Dani (myndband)

VAR dómarinn var í aðalhlutverki í leik Dana og Þjóðverja
VAR dómarinn var í aðalhlutverki í leik Dana og Þjóðverja AFP/Ina Fassbender

Thomas Delaney, miðjumaður Dana, var dæmdur rangstæður í aðdraganda marks Joachim Andersen sem hefði komið Dönum í 1:0 gegn gestgjöfum Þýskalands á EM í fótbolta í Dortmund í kvöld. 

Ólafur Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Þróttar, og Gunnar Birgisson sem lýstu leiknum á Rúv í kvöld áttu bágt með að leyna vonbrigðum sínum yfir hversu dýr dómurinn var.

Myndbandsdómarinn átti sviðið í kvöld því rúmri mínútu eftir að mark Andersen var dæmt af fengu Þjóðverjar vítaspyrnu fyrir hendi á Andersen í hinum vítateignum. 

Sjáðu markið sem dæmt var af Dönum hér að neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 2. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin