Danir minnast harmleiks

Kasper Hjulmand og Morten Wieghorst.
Kasper Hjulmand og Morten Wieghorst. AFP/Liselotte Sabroe

Árið 2009 varð danskur leikmaður fyrir eldingu í fótboltaleik sem kostaði hann annan fótinn. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, og aðstoðarmaður hans voru þjálfarar leikmannsins. Þrumuveðrið í leik Þýskalands og Danmerkur í gær vakti upp slæmar minningar hjá Hjulmand.


Jonathan Richter varð fyrir eldingu í varaliðsleik með FC Nordsjælland árið 2009. Morten Wieghorst var þjálfari Nordsjælland og Morten Hjulmand aðstoðarmaður hans á þeim tíma en þeir eru nú þjálfarar danska landsliðsins.

„Það slær niður eldingu beint fyrir ofan völllinn, svo kemur önnur og ein í viðbót áður en dómarinn stöðvar leikinn. Því miður á ég slæma reynslu af svipuðum aðstæðum, þess vegna vildum við stöðva leikinn strax“. Sagði Hjulmand og vísaði til dagsins sem Richter varð fyrir eldingunni.

Hjarta Richter stoppaði og var hann endurlífgaður á staðnum. Hann spilaði aldrei fótbolta aftur en læknar neyddust til að fjarlægja vinstri fót leikmannsins.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 3. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 3. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin