Óraunhæft að vinna með svona spilamennsku

Gary Neville vinnur nú sem sjónvarpsmaður.
Gary Neville vinnur nú sem sjónvarpsmaður. AFP

Fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins í fótbolta, Gary Neville, segir landsliðsþjálfarann Gareth Southgate verða að gera breytingar á leikstíl og leikmannavali enska landsliðsins. 

Neville er sérfræðingur á ITV-sjónvarpsstöðinni og var ómyrkur í máli í kjölfar sigurs Englands á Slóvakíu í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Gelsenkirchen í gær.

„Léttir er orð dagsins, við vorum mjög heppnir. Við vorum lélegir og höfum verið lélegir fjóra leiki í röð. Við spiluðum ekki einu sinni vel í framlengingunni. Slóvakar voru óheppnir að jafna ekki í lokin.“

„Allir í landinu hafa grátbeðið um meiri breytingar eftir hvern einasta leik og það mun gerast aftur núna. Að komast yfir línuna er það eina sem skiptir máli á stórmótum en það er óraunhæft að komast í gegnum mánuðinn með þessari spilamennsku.“

England mætir Sviss á laugardaginn í átta liða úrslitum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 4. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 4. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin