Portúgal áfram eftir vítakeppni

Gömlu kallarnir Pepe og Cristiano Ronaldo sáttir eftir leik.
Gömlu kallarnir Pepe og Cristiano Ronaldo sáttir eftir leik. AFP/Patricia De Melo Moreira

Portúgal og Slóvenía mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frankfurt í kvöld. Eftir markalausan leik og framlengingu fór leikurinn í vítaspyrnukeppni þar sem Portúgal hafði betur, 3:0.

Portúgal mætir Frakklandi í Hamborg á föstudaginn í átta liða úrslitunum.

Portúgalar hófu leikinn betur og voru nokkrum sinnum nálægt því að skora. Bæði Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes voru nálægt því að komast í fyrirgjöf Bernardo Silva á 13. mínútu sem fór rétt fram hjá fjærstönginni. 

Cristiano Ronaldo stangar boltann í leiknum.
Cristiano Ronaldo stangar boltann í leiknum. AFP/Javier Soriano

Cristiano Ronaldo hélt áfram að vera líflegur í teig Slóvena og var oft nálægt því að komast í fyrirgjafir samherja sinna. Hann átti einnig fínustu tilraun úr aukaspyrnu á 34. mínútu sem fór rétt yfir markið. 

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins kom besta færi Portúgala þegar vinstri kantmaðurinn Rafael Leao lagði boltann á Joao Palhinha sem átti skot í utanverða stöngina. Markalaust var í hálfleik. 

Bruno Fernandes berst um boltann við Slóvenann Petar Stojanovic.
Bruno Fernandes berst um boltann við Slóvenann Petar Stojanovic. AFP/Kirill Kudryavtsev

Portúgal hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik, sóttu án afláts að marki Slóvena. Bernardo Silva fékk fyrsta færi síðari hálfleiksins þegar boltinn datt fyrir hann í teignum en skot hans fór hátt yfir. 

Slóvenar náðu að ógna Portúgal með skyndisóknum og í einni slíkri slapp Benjamin Sesko einn inn fyrir en skot hans fór fram hjá markinu.   

Í lok venjulegs leiktíma fékk Cristiano Ronaldo gott færi til að klára leikinn fyrir Portúgal en Jan Oblak í marki Slóveníu sá við honum. Markalaust jafntefli var eftir venjulegan leiktíma.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingarinnar fór Diogo Jota niður í vítateig Slóvena og benti Daniele Orsato, dómari leiksins, á punktinn. Cristiano Ronaldo steig upp og tók vítið en Jan Oblak varði meistaralega frá honum. 

Jan Oblak ver vítaspyrnu Cristiano Ronaldo.
Jan Oblak ver vítaspyrnu Cristiano Ronaldo. AFP/Kirill Kudryavtsev

Á 115. mínútu fékk Benjamin Sesko dauðafæri til að koma Slóveníu yfir. Það kom eftir klaufaleg mistök frá Pepe í vörn Portúgal og komst Sesko aleinn í gegn en Diogo Costa varði frábærlega frá honum. 

Fleiri urðu færin ekki og fór þá fram vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Diogo Costa vera hetja Portúgal en hann varði öll þrjú víti Slóvena í vítakeppninni. Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes og Bernardo Silva skoruðu mörk Portúgala í vítakeppninni. Lokaniðurstöður voru því 3:0-sigur Portúgals.

Diogo Costa varði þrjár vítaspyrnur.
Diogo Costa varði þrjár vítaspyrnur. AFP/Kirill Kudryavtsev
Portúgal 3:0 Slóvenía opna loka
120. mín. Leik lokið 0:0 - Vítaspyrnukeppni framundan!
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 4. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 4. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin