Sá þriðji á eftir Rooney og Ronaldo

Arda Güler.
Arda Güler. AFP/Ozan Kose

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Arda Güler er þriðji táningurinn til þess að skora og leggja upp á Evrópumóti karla í knattspyrnu.

Aðeins hafa tveir leikmenn náð þessu á undan honum en það voru enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney og portúgalski Cristiano Ronaldo.

Güler er 19 ára leikmaður Real Madríd sem lagði upp jöfnunarmark Tyrkja í leik liðsins gegn Austurríki í 16-liða úrslitum á EM sem endaði með 2:1-sigri liðsins.

Hann skoraði í 3:1-sigri liðsins gegn Georgíu í fyrsta leik Tyrklands á mótinu sem sló met Ronaldo.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin