UEFA rannsakar fagn

Merih Demiral að skora sitt annað mark í leiknum gegn …
Merih Demiral að skora sitt annað mark í leiknum gegn Austurríki. Fagnið kom svo í kjölfar þess. AFP/Adrian Dennis

Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu, UEFA, skoðar fagn tyrkneska varnarmannsins Merih Demiral á EM karla í fótbolta.

Demiral skoraði tvisvar í 2:1-sigri Tyrklands gegn Austurríki og eftir annað mark hans fagnaði hann með „úlfakveðju“ sem er tengd hægri öfgaflokknum Gráu Úlfunum. 

Hann sagðist hafa ákveðið fagnið fyrir fram.

„Ég var í með fagn í huga sem ég framkvæmdi. Ég er mjög stoltur af því að vera Tyrki og eftir markið fann ég mikið fyrir því og vildi gera þetta og er ánægður að ég gerði þetta,“ sagði Demiral. 

Þetta merki er bannað í bæði Austurríki og Frakklandi en hefur ekki enn verið bannað í Þýskalandi.

„Merki tyrkneska öfgahópsins á ekkert erindi inn á leikvang á EM. Að nota Evrópumótið til þess að sýna rasisma er algjörlega óásættanlegt,“ sagði innanríkisráðherra Þýskalands, Nancy Faeser, á samfélagsmiðlinum X.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin