Mikið áfall fyrir Tyrkland

Fagnið umdeilda sem Merih Demiral henti í eftir leikinn.
Fagnið umdeilda sem Merih Demiral henti í eftir leikinn. AFP/Ronny Hartmann

Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Merih Demiral hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. 

Demiral fær bannið fyrir að fagna með því að gera úlfatákn með höndunum. Það er tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Þetta hefur þýski miðilinn Bild eftir UEFA. 

Táknið hefur til að mynda verið bannað í Austurríki og Frakklandi en ekki enn í Þýskalandi. 

Demiral skoraði bæði mörk Tyrklands í sigri liðsins á Austurríki, 2:1, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins á dögunum. 

Tyrkland mætir Hollandi í átta liða úrslitunum í Berlín næsta laugardag. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 8. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 8. JÚLÍ

Útsláttarkeppnin