Hættir hann 28 ára gamall?

Kingsley Coman í varamannavestinu eftir að Frakkar voru slegnir út …
Kingsley Coman í varamannavestinu eftir að Frakkar voru slegnir út af Spánverjum í gærkvöld. AFP/Tobias Schwarz

Kingsley Coman íhugar að hætta að leika með franska landsliðinu í knattspyrnu, aðeins 28 ára gamall.

Coman spilaði einungis í 15 mínútur með franska liðinu á EM í Þýskalandi, sem varamaður gegn Hollandi, en liðið féll út í undanúrslitum gegn Spánverjum í gærkvöld.

L'Equipe segir í kvöld að þetta gætu hafa verið síðustu 15 mínútur Comans í franska landsliðsbúningnum. Hann hafi lagt mikið á sig til að byggja sig upp eftir meiðsli og komast í hópinn fyrir EM, en hann sé nú vonsvikinn eftir að hafa fengið mest lítið að spreyta sig.

Coman, sem leikur með Bayern München, hefur skorað átta mörk í 57 landsleikjum fyrir Frakkland.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin