Kóngurinn vill enga dramatík í úrslitaleiknum

Ollie Watkins, til vinstri, skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu …
Ollie Watkins, til vinstri, skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu í gær. AFP/Kenzo Triboillard

Karl III. Breta­kon­ung­ur óskaði enska karlalandsliðinu til hamingju með sæti í úrslitaleiknum á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

England vann Holland, 2:1, í gærkvöldi í undanúrslitum og mætir Spáni í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Ollie Watkins skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu uppbótartímans í gær og enska liðið hefur verið að vinna leiki á dramatískan hátt.

Í 16-liða úrslitum jafnaði England á fimmtu mínútu uppbótartímans og vann svo leikinn í framlengingu, 2:1, gegn Slóvakíu og í átta liða úrslitum skoraði Bukayo Saka jöfnunarmark Englands á 80. mínútu og liðið vann í vítaspyrnukeppni gegn Sviss.

„Ef ég má hvetja ykkur til þess að tryggja sigurinn snemma svo ekki sé þörf á dramatískum undramörkum undir lok leiks eða vítaspyrnukeppni. Ég er viss um að hjartsláttur og blóðþrýstingur þjóðarinnar myndi minnka verulega,“ sagði Karl í tilkynningu.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin