Kasper Hjulmand er hættur sínum störfum sem þjálfari karlalandsliðs Danmerkur í knattspyrnu.
Danska knattspyrnusambandið greindi frá tíðindunum í morgun en ekki er búið að finna arftaka hans.
Hjulmand tók við danska liðinu árið 2020 af Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands.
Hann kom liðinu í undanúrslit Evrópumótsins árið 2021 þar sem að liðið datt út í framlengdum undanúrslitaleik gegn Englandi.
Danir áttu aftur á móti afleitt heimsmeistaramót í Katar árið 2022 og voru neðstir í riðli með Frakklandi, Ástralíu og Túnis.
Á EM í sumar komst Danmörk í 16-liða úrslit en datt út fyrir Þjóðverjum.