Stigin tekin af Sheffield-liðinu

Sheffield United er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Sheffield United er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar. AFP/Darren Staples

Sheffield United, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, byrjar með tvö stig í mínus næst þegar liðið leikur í ensku B-deildinni.

Enska deildakeppnin, EFL, komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka tvö stig að liðinu og sekta félagið um 310.455 pund fyrir seinagang í að greiða öðrum félögum fyrir félagaskipti leikmanna.

EFL sér um deildirnar fyrir neðan ensku úrvalsdeildina og hefur niðurstaðan því ekki áhrif á félagið á meðan það er í úrvalsdeildinni.

Það stefnir þó í að liðið leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Sheffield United er aðeins með 16 stig eftir 31 leik af 38 í ensku úrvalsdeildinni, níu stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert