Falleg augnablik með Klopp (myndskeið)

Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta skipti á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld er liðið gerði jafntefli gegn Aston Villa, 3:3, í svakalegum leik.

Stuðningsmenn Liverpool hafa upplifað stórkostlega tíma síðan Klopp tók við liðinu og orðið enskur meistari, Evrópumeistari, bikarmeistari og deildabikarmeistari í tvígang, svo eitthvað sé nefnt.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá gæsahúðarmyndband um fallegar stundir Liverpool undir stjórn Þjóðverjans.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert