Rautt spjald fyrir heimskulega tæklingu (myndskeið)

Reece James fékk beint rautt spjald fyrir heimskulega tæklingu þegar lið hans Chelsea vann Brighton & Hove Albion 2:1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hann sparkaði þá í Joao Pedro eftir að brotið var á enska bakverðinum. Eftir VAR-athugun var niðurstaðan beint rautt spjald.

Mörk Chelsea skoruðu Cole Palmer með glæsilegum skalla og Christopher Nkunku eftir góðan undirbúning Malo Gusto.

Fagnaði Nkunku að hætti hússins, eða með því að blása upp bláa blöðru.

Danny Welbeck minnkaði muninn seint í leiknum en nær komust heimamenn ekki.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert