Fyrirliðinn lagði bæði upp (myndskeið)

Fyrirliðinn Martin Ödegaard lagði bæði mörk Arsenal upp er liðið hafði betur gegn Everton, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Sigur Arsenal dugði þó ekki til en Manchester City vann einnig og er Englandsmeistari. 

Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert