Lykilleikmaður Arsenal fjarverandi

Bukayo Saka getur ekki tekið þátt í leiknum í dag.
Bukayo Saka getur ekki tekið þátt í leiknum í dag. AFP/Ben Stansall

Bukayo Saka, lykilleikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er ekki í leikmannahópi liðsins sem mætir Everton á heimavelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Saka er að glíma við smávægileg meiðsli og getur því ekki tekið þátt í dag.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en liðið verður að vinna til þess að eiga möguleika á Englandsmeistaratitlinum.

Manchester City mætir West Ham á heimavelli í dag og ef liðið vinnur er titilinn þeirra. Ef City tapar eða gerir jafntefli á Arsenal möguleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert