Tómas: City er í bílstjórasætinu

„Það þýðir ekkert að hanga í símanum og vita hvað er að gerast hinum megin, þetta kemur í ljós í leikslok,“ sagði Tómas Þór Þórðarson við Bjarna Þór Viðarsson og Gylfa Einarsson en þeir ræddu lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Emirates-leikvanginum í London.

Arsenal mætir Everton á heimavelli í dag og verður að treysta á að Manchester City gerir jafntefli eða tapar gegn West Ham á heimavelli til þess að vinna titilinn.

Innslagið frá Emirates-leikvanginum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert