Þrír á förum frá félaginu

Felipe, lengst til hægri.
Felipe, lengst til hægri. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumennirnir Felipe, Cheikhou Kouyaté og Wayne Hennessey muna allir yfirgefa herbúðir Nottingham Forest í sumar. 

Forest rétt svo hélt sér uppi í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Samningur leikmannanna þriggja rennur út í sumar og munu þeir þá yfirgefa félagið. 

Kouyaté gekk til liðs við Forest haustið 2022 og lék 36 leiki fyrir félagið. Felipe gekk til liðs við Forest í janúar í fyrra og lék 25 leiki. 

Þá kom Hennessey sumarið 2022 og hefur verið varamarkvörður og jafnvel þriðji og fjórði markvörður síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert