Kvaddi Manchester United í dag

Anthony Martial er farinn frá Manchester United.
Anthony Martial er farinn frá Manchester United. AFP/Oli Scarff

Anthony Martial hefur spilað sinn síðasta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Manchester United.

Frakkinn tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur leikið með United í níu ár og hann þakkaði stuðingsfólki félagsins fyrir ótrúlegan tíma í Manchester.

Martial, sem er 28 ára sóknarmaður, kom til United frá Mónakó árið 2015 og hefur átt misjöfnu gengi að fagna. Hann lék 317 mótsleiki fyrir félagið, skoraði í þeim 90 mörk og átti 48 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert