Verður áfram hjá Tottenham

Timo Werner verður áfram hjá Tottenham.
Timo Werner verður áfram hjá Tottenham. AFP/Andy Buchanan

Þjóðverjinn Timo Werner verður áfram hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham á næsta tímabili. 

Enskir miðlar greina frá en Werner gekk til liðs við Tottenham á láni frá þýska félaginu RB Leipzig í janúar á þessu ári. Nú hefur láninu verið framlengt til sumarsins 2025. 

Werner var stór hluti af liðinu þar til hann meiddist undir lok síðasta tímabils. Hann lék með Chelsea frá 2020 til 2022 og varð Evrópumeistari með liðinu 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert