Chelsea búið að ráða nýjan stjóra

Sonia Bompastor er nýr þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Sonia Bompastor er nýr þjálfari kvennaliðs Chelsea. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur ráðið hina frönsku Soniu Bompastor sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins. Tekur hún við af Emmu Hayes sem er orðin landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Bompastor kemur til Chelsea frá Lyon í heimalandinu en hún hefur þjálfað Lyon frá 2021. Hún lék með liðinu frá 2006 til 2009 og aftur frá 2010 til 2013. Eftir ferilinn þjálfaði hún yngri lið Lyon, áður en hún tók við aðalliðinu.

Hún er eina konan í sögunni sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu sem þjálfari og leikmaður í kvennaflokki. 

Bompastor tekur við góðu búi hjá Chelsea en liðið hefur orðið meistari fimm ár í röð og sjö sinnum frá árinu 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert