Arsenal bannar leikmanninum að fara á Ólympíuleikana

William Saliba er vægast sagt lykilmaður í liði Arsenal.
William Saliba er vægast sagt lykilmaður í liði Arsenal. AFP/Adrian Dennis

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur bannað varnarmanninum William Saliba að fara á Ólympíuleikana með landsliði Frakklands. 

Enskir miðlar greina frá en Saliba, sem er 23 ára gamall, hefur verið helsti varnarmaður Arsenal undanfarin tvö ár. 

Á Ólympíuleikunum mega aðeins þrír leikmenn eldri en 23 ára spila með landsliði sínu karlamegin. Er því um mun minna mót að ræða heldur en EM og hvað þá HM. 

Saliba verður með landsliði Frakklands á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Ef hann færi einnig á Ólympíuleikana fengi hann of litla hvíld að mati Arsenal í sumar en enska úrvalsdeildin hefst 16. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert