Arsenal búið að finna framherjann?

Benjamin Sesko er sterklega orðaður við Arsenal.
Benjamin Sesko er sterklega orðaður við Arsenal. AFP/Ronny Hartmann

Slóveninn Benjamin Sesko er sagður tilbúinn að ganga í raðir enska knattspyrnufélagsins Arsenal í sumar. 

Samkvæmt John Cross hjá The Mirror er Sesko, sem er framherji RB Leipzig, búinn að samþykja tilboð Arsenal. 

Arsenal á eftir að bjóða í hann en samkvæmt Mirror undirbýr félagið nú 45 milljóna punda tilboð í framherjann. 

Sesko er tvítugur framherji sem gekk í raðir Leipzig frá Salzburg fyrir síðasta tímabil. Slóveninn lék 42 leiki fyrir Leipzig á tímabilinu og skoraði 18 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert