Kraftaverkamaðurinn heldur áfram

Kieran McKenna ásamt Ole Gunnar Solskjær
Kieran McKenna ásamt Ole Gunnar Solskjær AFP/Paul Ellis

Kieran McKenna hefur skrifað undir nýjan samning sem knattspyrnustjóri enska félagsins Ipswich Town til fjögurra ára eftir að hafa komið liðinu upp úr C-deild og í úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum.

McKenna er 38 ára gamall, fæddur í London og ólst upp hjá Tottenham, en lék með yngri landsliðum Norður-Írlands. Hann var unglingaþjálfari hjá Manchester United og síðan aðstoðarmaður knattspyrnustjóranna José Mourinho, Ole Gunnars Solskjærs og Ralfs Rangnicks hjá félaginu.

McKenna tók við Ipswich í C-deildinni í desember 2021 og vorið 2023 vann það sér sæti í B-deildinni. Ipswich fylgdi því eftir á nýliðnu keppnistímabili, náði öðru sæti og leikur í úrvalsdeildinni á ný næsta vetur eftir 22 ára fjarveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert