Fyrirliði United til Bayern?

Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United.
Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United. AFP/Ben Stansall

Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München hefur sett sig í samband við umboðsmann Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United. 

Portúgalskir miðlar greina frá en samkvæmt þeim hafa Bæjarar sett sig í samband við Miguel Pinho, umboðsmann Fernandes, í von um að fá Portúgalann til sín. 

Barcelona er einnig sagt hafa áhuga á miðjumanninum. 

Frá komu hans til félagsins hefur Fernandes verið best leikmaður United og er nú fyrirliði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert