19 á förum frá Arsenal

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal.
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal. AFP/JUSTIN TALLIS

Arsenal upplýsti í dag stuðningsmenn sína um leikmenn sem yfirgefa félagið í sumar en samningar tuttugu og tveggja leikmanna renna út í lok mánaðar. Meðal þeirra eru Mohamed Elneny og Cedric Soares.

Flestir sem um ræðir eru leikmenn unglinga- eða varaliðsins en ekki er búið að taka ákvörðun um framhaldið hjá Reuell Walters, Karl Hein og Amario Cozier-Duberry. Egyptinn Elneny spilaði 91 leik fyrir Arsenal en hann gekk til liðs við félagið árið 2016 frá Basel.

Cedric Soares er uppalinn hjá Sporting Lissabon í heimalandinu en hann spilaði 41 leik fyrir Arsenal. Hann kom upphaflega á láni frá Southampton en var keyptur í kjölfarið árið 2020. Hvorki Soares né Elneny hafa verið inni í myndinni hjá Mikel Arteta síðan hann tók við Arsenal.

Listinn af leikmönnum sem eru samningslausir er hér í heild sinni:

Mauro Bandeira
Omari Benjamin
Luis Brown
Catalin Cirjan
Noah Cooper
Henry Davies
Ovie Ejeheri
Mohamed Elneny
Taylor Foran
Hubert Graczyk
James Hillson
Henry Jeffcott
Tyreece John-Jules
Alex Kirk
James Lannin-Sweet
Arthur Okonkwo
Kamarni Ryan
Cedric Soares
Kido Taylor-Hart

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert