Ráðist á Tottenham manninn

Yves Bissouma
Yves Bissouma AFP/Oli Scarff

Yves Bissouma, leikmaður Tottenham, varð fyrir árás manna með hettur yfir höfðinu í Cannes þar sem miðjumaðurinn er í sumarfríi ásamt eiginkonu sinni. Þrjótarnir spreyjuðu táragasi í andlit Bissouma og stálu af honum úrinu.

Bissouma og eiginkona hans urðu fyrir árás á fimmta tímanum í nótt fyrir utan fimm stjörnu hótelið sem þau hjónin gistu á. Tveir menn réðust að hjónunum og spreyjuðu Bissouma í andlitið með táragasi þegar þau reyndu að flýja inn í hótelbygginguna.

Þjófarnir náðu úrinu af Bissouma en samkvæmt fregnum er úrið metið á 260.000 pund, tæpar 46 milljónir íslenskra króna. Franska lögreglan rannsakar málið en hjónin flugu til Lundúna í dag enda í uppnámi eftir atburði næturinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert