Arsenal ekki reiðubúið að borga um 18 milljarða

Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes. AFP/Andy Buchanan

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er ekki sagt reiðubúið að greiða 100 milljónir punda eða um 17,7 milljarða íslenskra króna fyrir Brasilíumanninn Bruno Guimaraes, miðjumann Newcastle. 

Enskir miðlar greina frá en það er klásúla í samningi Guimaraes hjá Newcastle sem veitir honum frelsi að skipta yfir í annað lið borgi það 100 milljónir punda. 

Manchester City er talið eina liðið sem gæti borgað þá upphæð fyrir Brasilíumanninn. 

Annars er Guimaraes sagður ánægður hjá Newcastle og óskar ekki eftir félagaskiptum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert