Missir West Ham af tveimur til Sádi-Arabíu?

West Ham-menn gætu misst af tveimur leikmönnum.
West Ham-menn gætu misst af tveimur leikmönnum. AFP/ABen Stansall

Enska knattspyrnufélagið West Ham er á eftir tveimur leikmönnum en gæti missti þá yfir til Sádi-Arabíu. 

Leikmennirnir tveir heita Fabricio Bruno og Luis Guilherme og leika báðir í Brasilíu, sá fyrrnefndi með Flamengo og sá síðarnefndi með Palmeiras. 

West Ham hefur sett sig í samband við báða leikmenn en samkvæmt enskum miðlum eru miklar líkur á því að þeir fari frekar til liða í Sádi-Arabíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert