Reynsluboltinn í viðræðum við United

Jonny Evans gæti verið áfram hjá Manchester United.
Jonny Evans gæti verið áfram hjá Manchester United. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnufélagið Manchester United á í viðræðum við varnarmanninn reynda, Jonny Evans, um áframhaldandi veru hans hjá uppeldisfélaginu.

Evans, sem er 36 ára gamall, fékk að æfa með Man. United á undirbúningstímabilinu sumarið 2023 með það fyrir augum að halda sér í formi.

Erik ten Hag knattspyrnustjóra leist svo vel á hann að Norður-Íranum var boðinn eins árs samningur.

Lék Evans 30 leiki í öllum keppnum á nýafstöðnu tímabili, þar sem Man. United vann ensku bikarkeppninna.

Þeir gætu nú enn orðið fleiri á næsta tímabili gangi viðræður vel. Tom Heaton og Omari Forson hafa einnig fengið boð um nýja samning hjá Rauðu djöflunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert