Sömdu við ungan markvörð

Neto er aðalmarkvörður Bournemouth. Hann fær nú samkeppni frá Alex …
Neto er aðalmarkvörður Bournemouth. Hann fær nú samkeppni frá Alex Paulsen. AFP/Henry Nicholls

Enska knattspyrnufélagið Bournemouth hefur fest kaup á nýsjálenska markverðinum Alex Paulsen. Kemur hann frá uppeldisfélaginu Wellington Phoenix og skrifaði undir langtímasamning við enska félagið.

Paulsen er 21 árs og hefur verið á mála hjá Wellington Phoenix allan sinn feril, auk þess að hafa leikið sem lánsmaður hjá Wellington United og Lower Hutt City í neðri deildum Nýja-Sjálands.

Wellington Phoenix leikur í áströlsku A-deildinni, þar sem hann var valinn í lið síðasta tímabils og var auk þess valinn leikmaður mánaðarins í tvígang.

Paulsen hefur ekki enn leikið fyrir A-landslið Nýja-Sjálands en á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert