Mun „alls ekki“ fara til Arsenal

Amadou Onana í baráttunni við Arsenal-manninn Declan Rice.
Amadou Onana í baráttunni við Arsenal-manninn Declan Rice. AFP/Adrian Dennis

Belginn Amadou Onana er alls ekki á leiðinni til enska knattspyrnufélagsins Arsenal. 

Eða svo segir John Cross hjá miðlinum Mirror í dag. 

Onana hefur verið lykilmaður í liði Everton undanfarin tvö ár ásamt því að vera belgískur landsliðsmaður. 

Í janúar var hann orðaður við Arsenal, sem leitar sér nú að miðjumanni. Sögusagnir hófust á ný um daginn en samkvæmt Mirror er ekkert til í því. 

Miðilinn segir jafnframt frá því að menn innan raða Arsenal hafi verið hissa þegar að Onana var orðaður við félagið í janúar, því hann er ekki tegundin af miðjumanni sem Arsenal vill. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert