Brasilískt undrabarn á leið til Englands

Luis Guilherme, vinstra megin að fagna marki í leik með …
Luis Guilherme, vinstra megin að fagna marki í leik með Palmeiras. AFP/Rodrigo Buendia

West Ham hefur náð munnlegu samkomulagi við brasilíska knattspyrnufélagið Palmeiras um kaup á brasilíska ungstirninu, Luis Guilherme. 

Samkvæmt félagskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano er kaupverðið 23 milljónir evra með möguleika á 7 milljónum til viðbótar í árangurstengdar greiðslur.

Luis Guilherme er fæddur árið 2006 og talinn vera einn efnilegasti leikmaður Brasilíu. Luis verður fyrstu kaup Julen Lopetegui sem stjóri West Ham en hann tók við liðinu fyrir rúmum tveimur vikum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert